Sigló hótel > Afþreying > Áhugaverðir staðir

Áhugaverðir staðir

Segull 67
Bjórverksmiðjan Segull 67 opnaði á Siglufirði rétt fyrir jólin 2015 þegar frábær jólabjór þeirra koma á markaðinn.
Skíðasvæðið í Skarðsdal
Skíðasvæðið í Skarðsdal er meðal allra bestu skíðasvæða á landinu. Almenn opnun getur verið frá byrjun nóvember til loka apríl. Skíðasvæði Siglfirðinga er staðsett syðst í firðinum í dalnum Skarðsdal, aðeins fáeinum kílómetrum frá bænum.
Golfvöllur
Golf á Sigló er frábær upplifun fyrir kylfinga sem vilja njóta náttúrunnar og sólarlags í skjóli siglfirskra fjalla í útivistarperlu bæjarbúa. Völlurinn er níu holur og  byggður af metnaði í Hólsdal í botni Siglufjarðar. Nánari upplýsingar á siglog...
Sundlaugar
Tvær sundlaugar eru í Fjallabyggð, útilaug á Ólafsfirði og innilaug á Siglufirði. Á Ólafsfirði er skemmtileg laug fyrir fjölskyldur með rennibrautum. Á báðum stöðum eru heitir pottar. Sundlaugar Fjallabyggðar eru staðsettar sem hér segir: Hvann...
Strandblak
Við smábátahöfnina á Siglufirði er hægt að fara í strandblak sem vinsælt er að spila meðal heimamanna. Strandblakvöllurinn er opinn frá byrjun júní og út ágúst. Strandblakvöllurinn er staðsettur að Gránugötu 17b, Siglufirði.
Gönguferðir
Frá Siglufirði liggja margar skemmtilegar gönguleiðir í mörgum erfiðleikastigum. Eldhugar finna hér glæsilegan fjallahring með óborganglegt útsýni meðan þeir sem vilja léttari göngu geta gengið í Hvanneyrarskál eða innanbæjar. Top Mountaineering ...