Sigló hótel > Afþreying > Upplifun > Snjóþrúguganga

Upplifun

Snjóþrúguganga
Snjóþrúguganga

Frábær leið til að fanga fallegt umhverfi Siglufjarðar á veturnar er að njóta kyrrðarinnar á snjóþrúgugöngu.

Á Sigló Hótel geta gestir sem ganga vilja sjálfir um fallega náttúruna leigt snjóþrúgur fyrir aðeins 5.500kr á dag.

Einnig er boðið uppá ferðir með leiðsögn fyrir þá sem þess óska.

 

Norðurljósatúr
Gengið er af stað að kvöldi til þar sem gegnuð er beint frá hótelinu að fallegri lítilli skógrækt innst í firðinum. Leitast er eftir að njóta kyrrðarinnar og skoða norðurljósin ef þau gera vart við sig.
Tímasetning 21:00-24:00.
Lengd: 7km uþb 2-3klst.
Verð: 15.500kr.
Að lágmarki er greitt fyrir tvo.
Sérverð gefin fyrir hópa stærri en 6 manns.
 
Skógræktargangan
Ganga sem hentar fullkomlega fyrir alla en gengið er frá Sigló Hótel í skógræktina sem er heimur út af fyrir sig með snæviþöktum trjánum.
Tímasetning 8:00-16:00
Lengd: 7km uþb 23klst.
Verð: 12.500kr.
Að lágmarki er greitt fyrir tvo.
Sérverð gefin fyrir hópa stærri en 6 manns.
 
Upp á fjallsins brún
Ekið er í Skarðsdal þaðan sem gengið er uppá Leyningssúlur í um 650 metra hæð með fallegt útsýni yfir bæjarstæði Siglufjarðar. Þaðan er gengið aftur niður og á stoppað á útsýnisstöðum á leið til baka á Sigló Hótel þar sem gestir geta slakað á í heitum pótti hótelsins.
Tími 8:00-15.00
Lengd: 12km uþb 5-6klst.
Verð: 49.500kr
Að lágmarki er greitt fyrir tvo.
Sérverð gefin fyrir hópa stærri en 6 manns.