Sigló hótel > Afþreying > Námskeið og viðburðir

Námskeið og viðburðir

Í örum takti samfélagsins býður þetta námskeið gullið tækifæri til að staldra við og sækja sér orku og næringu fyrir framhaldið.   

 

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja gefa eftir, finna meiri mýkt en jafnframt styrkjast andlega og líkamlega. Þú munt kynnast verkfærum sem stuðla að aukinni hugarró og læra æfingar sem liðka og styrkja kroppinn.

                                                             

Markmið námskeiðs er að þú hvílist og styrkist andlega og líkamega en jafnframt að þú fáir skýra hugmynd um hvað þú getur gert þegar heim er komið, hafir ákveðin tól sem auðvelt að sníða inn í þitt daglega líf s.s. öndunaræfingar, stutt yogaflæði, núvitundarhugleiðsla, þagnarstundir, dagbókarskrif o.fl. sem er rammað er inn á námskeiðinu.

 

Kennari námskeiðsins er Helga Snjólfsdóttir sem hefur stundað yoga og hugleiðslu í yfir 20 ár og er reyndur kennari.   Auk þess að leiða tímana þá er hún uppfull af hvatningu og fróðleik sem hún mun deila með ykkur og leggja línurnar fyrir framhaldið.

VERÐ:  84.800 kr í einstaklingsherbergi og 69.800 kr í tvíbýli

 

INNIFALIÐ:

  • Dvöl á Sigló Hóteli í þrjár nætur
  • Fullt fæði
  • 3 x Morgunverður á Sunnu
  • 2 x Hádegisverður á Hannes Boy
  • 3 x Kvöldverður á Sunnu
  • Námskeið sem felur í sér eftirfarandi:
  • Yoga
  • Slökun og leidd hugleiðsla
  • Leiðsögn
  • Heitur pottur og gufa

Hægt er að bóka tíma í nudd aukalega

 

DAGSKRÁ:

Fimmtudagur:

Hópurinn er boðinn velkominn á kynningarfundi þar sem farið er yfir dagsskrá komandi daga og tónninn er settur með fyrstu hugleiðslu- og slökunarstundinni.

Föstudagur og laugardagur:

Við hefjum daginn í þögn og hvílum samræður fram yfir mjúkt morgunyoga, leidda hugleiðslu og slökun. Hópurinn nýtur málsverða og þess sem svæðið hefur upp á að bjóða fram að kraftmiklu eftirmiðdagsyoga og slökun. Dagurinn endar á góðum kvöldverði og afslöppun í frábærri aðstöðu á hótelinu.

Sunnudagur:

Síðasti morguninn hefst í þögn og hópurinn nýtur síðasta yogatímans sem endar á lokafundi þar sem námskeiðið er dregið saman. Hópurinn snæðir saman morgunverð áður en heim.

 

 

 

Á Sigló Hóteli hvílist þú vel en herbergin eru himnesk og með dásamlegu útsýni yfir náttúru svæðisins, bæði sjó og fjöll.  Það er yndislegt slaka á í arinstofunni eða gufunni og heita pottinum í sjávarvíkinni við hótelið. Í frjálsum  tíma er tilvalið kíkja á söfn, gallerí eða kaffihús og fyrir þá þá sem vilja meiri hreyfingu er um að gera að skreppa á skíði eða í göngutúr í undurfögru landslagi Siglufjarðar.