Sigló hótel > Herbergi

Herbergi

Herbergin okkar - Sigló Hótel

Svíta

Við bjóðum uppá 2 svítur á Sigló Hóteli og þær eru bara einstakar. Þú finnur fyrir ferskum blænum frá bryggjunni og getur fylgst með bæjarlífinu frá einkasvölunum í svítunum. Í svítunum er útsýni yfir sambátahöfnina eða löndunarbryggjuna þar sem hægt er að fylgjast trillukörlunum athafna sig, ýmist við löndun eða að undirbúa næsta róður. Gott útsýni er einnig niður á Hafnarbryggjuna þar sem stærri skip landa og eru þjónustuð. Svíturnar eru um 47 m2, rúmgóðar með svefnherbergi þar sem er tvíbreitt rúm, búið hágæða rúmfötum. Ennfremur er stór stofa, búin fallegu sófasetti. Að auki er hægindastóll og stór háskerpu flatskjár.

 
Búnaður: Svalir, HD flatskjár, Dolce Gusto kaffivél, sími/vekjaraklukka/fjarstýring, gluggatjöld, stór sturta, hárþurrka, baðvörur, sófasett, hægindastóll, skrifborðsaðstaða, innifalið Wi-Fi og öryggisskápur.    
Delux herbergi

Komdu og upplifðu lúxusherbergin okkar. Þau eru 29 m2 að stærð með tvíbreiðu rúmi búnu hágæða rúmfötum. Þægileg herbergi sem bjóða upp á möguleika fyrir stærri fjölskyldur, sé óskað eftir auka rúmi hér inn. Lúxusherbergið er við hliðina á sjávar-svölunum sem snúa að hinu fjallinu okkar fagra, Hólshyrnu. Hljóðeinangrun herbergjanna þykir hafa tekist einstaklega vel og þrátt fyrir að hótelið sé fullsetið gestum, finnst manni sem maður sé eini hótelgesturinn eftir að inn á herbergið er komið, slík eru gæði herbergjanna. Í herberginu er háskerpu flatskjár, þráðlaust net og fleira. Sjá nánar undir búnaður.

 
Búnaður: Gluggasæti, HD flatskjár, sími/vekjaraklukka/fjarstýring, gluggatjöld, stór sturta, hárþurrka, snyrtivörur (sápur, sjampó o.s.frv), hægindastóll, skrifborðsaðstaða, innifalið Wi-Fi og öryggisskápur.
Classic herbergi

Classic herbergin okkar eru heldur minni en Deluxe herbergin eða 23 m2 að stærð. Engu að síður ná þau fram þessu einstaka andrúmslofti Sigló hótels. Þau eru með tvíbreiðu rúmi búnu hágæða rúmfötum.  Classic herbergi hentar fyrir tvo fullorðna en möguleiki er á aukarúmi fyrir barn eða fullorðna sé þess óskað.

 
Búnaður: Gluggasæti, HD flatskjár, sími/vekjaraklukka/fjarstýring, gluggatjöld, stór sturta, hárþurrka, baðvörur, skrifborðsaðstaða, innifalið Wi-Fi og öryggisskápur. 
Junior Svíta

Þú hefur einstakt útsýni yfir Síldarminjasafnið og innri höfnina af einkasvölum Junior Svítu Sigló Hótel. Junior svítan er rúmgóð með tvíbreiðu rúmi búnu hágæða rúmfötum, fallegum hægindastólum og hágæða sjónvarpi. Stórar svalir eru á Junior Svítunni þar sem hægt er að slappa af og fylgjast með athafnalífinu með öllum sínum ys og þys líða hjá.

Búnaður: Svalir, svefnsófi, HD flatskjár, Dolce Gusto kaffivél, sími/vekjaraklukka/fjarstýring, gluggatjöld, stór sturta, hárþurrka, baðvörur, hægindastóll, skrifborðsaðstaða, innifalið Wi-Fi og öryggisskápur.