Svíta

  • Bedroom with comfortable bed

Svíta

Við bjóðum uppá 2 svítur á Sigló Hóteli og þær eru bara einstakar. Þú finnur fyrir ferskum blænum frá bryggjunni og getur fylgst með bæjarlífinu frá einkasvölunum í svítunum. Í svítunum er útsýni yfir sambátahöfnina eða löndunarbryggjuna þar sem hægt er að fylgjast trillukörlunum athafna sig, ýmist við löndun eða að undirbúa næsta róður. Gott útsýni er einnig niður á Hafnarbryggjuna þar sem stærri skip landa og eru þjónustuð. Svíturnar eru um 47 m2, rúmgóðar með svefnherbergi þar sem er tvíbreitt rúm, búið hágæða rúmfötum. Ennfremur er stór stofa, búin fallegu sófasetti. Að auki er hægindastóll og stór háskerpu flatskjár.

 
Búnaður: Svalir, HD flatskjár, Dolce Gusto kaffivél, sími/vekjaraklukka/fjarstýring, gluggatjöld, stór sturta, hárþurrka, baðvörur, sófasett, hægindastóll, skrifborðsaðstaða, innifalið Wi-Fi og öryggisskápur.    
Bóka