Sigló hótel > Tilboð > Skíðafrí á Sigló – helgarpakki með skíðapassa

Tilboð

Skíðafrí á Sigló – helgarpakki með skíðapassa
Skíðafrí á Sigló – helgarpakki með skíðapassa

Njóttu þín í skíðaparadísinni á Sigló og gerðu vel við  þig á glæsilegasta skíðahóteli landsins. Sigló Hótel er einstakt glæsihótel staðsett við smábátahöfnina á Siglufirði. Herbergin eru himnesk, búin einstökum gæðum og sérstaklega hljóðhönnuð svo þú hvílist sem best. Á veitingastaðnum er dekrað við gesti með ljúffengum mat og drykk. Á Sigló Hóteli er einstakur vín- og kokteilbar og arinstofa með sjávarútsýni. Í gufunni og heita pottinum við fjöruborðið er unaðslegt að slaka á eftir góðan dag á skíðum. 

Helgarpakki mars & apríl

  • Tvær nætur 34.200 kr á mann
  • Þrjár nætur 45.200 kr á mann

 

Innifalið:

  • Gisting í Classic herbergi
  • Skíðapassi í Skarðsdal fös-sun
  • Morgunverðarhlaðborð
  • Heitur pottur og sauna við fjöruborðið

*Verð miðast við gistingu í tveggja manna Classic herbergi.  Uppfærsla í Superior herbergi er 1.000 kr. á mann nóttin

Fyrir hópa 12 manns (6 herbergi)  eða fleiri, sendið póst á siglohotel@siglohotel.is og við gerum ykkur tilboð.