Sigló hótel > Tilboð > Virkir vetrardagar á Sigló

Tilboð

Virkir vetrardagar á Sigló
Virkir vetrardagar á Sigló

Er ekki tilvalið að skella sér í gott frí á Sigló í vetur og njóta alls þess sem Sigló Hótel og bærinn hafa upp á að bjóða?

Sigló Hótel er einstakt glæsihótel staðsett við smábátahöfnina á Siglufirði. Herbergin eru himnesk, búin einstökum gæðum og sérstaklega hljóðhönnuð svo þú hvílist sem best. Á veitingastaðnum Sunnu er dekrað við gesti með ljúffengum mat og drykk. Á Sigló Hóteli er einstakur vín- og kokteilbar og arinstofa með sjávarútsýni. Í gufunni og heita pottinum við fjöruborðið er unaðslegt að slaka á og njóta kyrrðarinnar eftir göngutúr um bæinn, snjóþrúgugöngu inni í firði um skógræktina eða eftir góðan dag á skíðum. 

Verð:

Janúar-febrúar:
3 nætur 29.900 kr  á mann
4 nætur 35.900  kr á mann  

Mars-apríl:
3 nætur 34.900 kr á mann
4 nætur 40.900 kr á mann

Uppfærsa í Superior herbergi 1.000  kr  á mann nóttin

Innifalið:

  • Gisting í tveggja manna Classic herbergi
  • Morgunverðarhlaðborð
  • Aðgangur  að heitum potti og sauna við fjöruborðið

Önnur þjónusta:

  • Skíðapassar með afslætti til sölu á hótelinu fyrir gesti 
  • Aðstoðum við bókun einkakennslu fyrir  gönguskíði og svigskíði
  • Lánum snjóþrúgur fyrir gesti að kostanðarlausu

 

Bókanir á siglohotel@siglohotel.is eða í síma: 461-7730