Sigló hótel > Um Siglo hótel

Um Siglo hótel

Sigló Hótel

Sigló Hótel er tveggja hæða bygging, sem samanstendur af 68 herbergjum sem öll hafa þá sérstöðu að hafa útsýni til sjávar. Hótelið var opnað 18. Júlí fyrir fyrstu gestunum, en framkvæmdir við byggingu þess hófust um áramótin 2013 / 2014. Hótelið er allt hið glæsilegasta og hefur hvergi verið til sparað til að gera það sem best úr garði hvað varðar aðbúnað og má með sanni segja að hér sé um flaggskip Norðlenskra hótela að ræða, án þess að á neinn sé hallað.

Við smábátahöfnina

Á Sigló Hótel leggjum við okkur fram við að bjóða gestum uppá notalegt og afslappað umhverfi með klassísku og rómantísku yfirbragði. Öll herbergi hafa útsýni yfir fallega náttúru svæðisins, bæði haf og fjöll og úr notalegu gluggasætinu má fylgjast með erli dagsins líða hjá. Herbergin eru rúmgóð og prýða myndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar veggi þeirra. Gestir hótelsins hafa aðgang að heitum pottum og gufubaði sem opna mun seinni hluta 2015.

Gott úrval veitingastaða

Sigló Hótel hefur uppá þrjá veitingastaði að bjóða. Veitingastaðurinn Sunna er inná hótelinu ásamt Lobbýbarnum sem opin eru allt árið um kring.  Það er sumaropnun á Kaffi Rauðku en færðu eldbakaðar súrdeigspizzur sem eru engu líkar   og á Hannes Boy er boðið upp á kaffidrykki, úrval af ís og vöflur.   Á Kaffi Rauðku eru reglulega tónleikar, viðburðir, veislur og ráðstefnur allt árið um kring.

 

http://www.kaffiraudka.is/

Það er sumaropnun á Rauðku en þar  er boðið upp á eldbakaðar súrdeigspizzur sem eru engu líkar og úrval af bjór.   Á sumrin er hægt að spila strandblak, minigolf og risaskák á útisvæði Rauðku.  Á Kaffi Rauðku eru reglulega tónleikar, viðburðir, veislur og ráðstefnur allt árið um kring. Í norðurenda staðarins er glæsilegur veislu- og tónleikasalur. Á efri hæðinni er einnig notarlegur salur sem hentar fyrir minni fundi eða aðrar samkomur.

 

http://www.hannesboy.is/

 

Sumaropnun fimmtudaga-Sunnudaga

Opnunartími 12:00-17:00

 

Falleg náttúra og notalegt andrúmsloft

Sigló Hótel er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og geta gestir fylgst með sjómönnum landa afla sínum úr gluggasætum herbergjanna eða frá einum af veitingastöðunum við höfnina. Nálægðin við Síldarminjasafn Íslands, gott úrval af afþreyingu, falleg náttúran og notalegt andrúmsloftið gerir Sigló að áfangastað sem hægt er að njóta allt árið um kring.

Við hlökkum til að taka á móti þér og aðstoða þig við að upplifa það besta sem Sigló hefur uppá að bjóða.