Sigló hótel > Um Siglo hótel > Siglufjörður

Siglufjörður

Siglufjordur town in Northern Iceland

Rík saga og vinsæll ferðamannastaður

Siglufjörður hefur verið rómaður fyrir vingjarnlegt fólk, skemmtilegan miðbæ og einstaklega fallega smábátahöfn sem á síðari árum hefur orðið vinsæll staður meðal íslenskra ferðamanna.

Í eina tíð var Siglufjörður einn af stærstu bæjum á Íslandi en hann hefur oft verið kallaður sílarhöfuðborg heimsins. Bærinn, sem gjarnan er kallaður Sigló, nýtur sín í grunnum firðinum við rætur tignarlegra fjalla sem umlykja hann og veita honum skjól fyrir veðrum og vindum. Vegna lögunnar fjarðarins og þeirrar veðurblíðu sem hefur einkennt hann var Siglufjörður talinn ein besta höfn Íslendinga fyrr á árum en þegar mest lá við á tímum síldarinnar var Sigló síldarhöfuðborg heimsins. 

Lítið og vingjarnlegt samfélag

Á Siglufirði búa nú innan við 1.300 manns en nýlega sameinuðust Siglufjörður og Ólafsfjörður þó undir nafninu Fjallabyggð sem er um 2.000 manna bæjarfélag. 

Þetta litla samfélag nyrst á Íslandi tekur vel á móti ferðamönnum og býður uppá fjölbreytt úrval afþreyingar og athyglisverðra staða. Besta leiðin til að kynnast Sigló er einfaldlega fótgangandi en einungis tekur um 30 mínútur að ganga bæinn endilangan. 

Verðlaunuð söfn og stórfengleg náttúra

Á Siglufirði er fjöldi safna og gallería. Síldarminjasafnið er þar fremst í flokki og fullkominn staður til að kynnast ríkri sögu þessa fræga bæjarstæðis. Þá er sérlega gaman að koma í hið lifandi Ljóðasetur Íslands þar sem tekið er móti manni opnum örmum. Þjóðlagasetur Séra Bjarna Þorsteinssonar er einnig á Siglufirði og leggja æ fleiri ferðalangar leið sína þangað í leit að skemmtilegri framsetningu á kvæðamennsku sem þar er í hávegum höfð. 

Fjöldi gönguleiða er í Siglufirði og nálægð við hann þar sem bæði er hægt að fara í göngu með leiðsögn eða leggja af stað með eigið kort og áttavita. Á Sigló er nyrsti plantaði skógur á Norður-Atlantshafshryggnum með yndislegan foss sem falinn er innarlega í honum. Mikið fuglalíf á Tröllaskaga hefur einnig dregið fjölda fuglaáhugamanna á svæðið sem dvelja gjarnan á svæðinu svo dögum skiptir.