Sigló hótel > Veitingar

Veitingar

Veitingastaðir Sigló Hótels

Sunna

Á Sigló Hótel er veitingastaðurinn Sunna en nafnið er dregið af Sunnubragga sem stóð áður þar sem hótelið er í dag. Útsýni veitingastaðarins er beint yfir smábátahöfnina og löndunarbryggjuna þar sem gestir geta fylgst með sjómönnunum landa afla dagsins. 

Lobbý bar Sigló Hótel er góður staður fyrir þá sem vilja kasta mæðinni eftir erilsaman dag. Hægt er að sitja úti og horfa yfir Síldarminjasafnið eða njóta arinelds inni við í koníaksstofunni. Léttur matseðill er í boði fyrir þá sem vilja hlaða sig orku fyrir góðan dag á Siglufirði eða slaka á og fylgjast með amstri dagsins líða hjá.

Frekar upplýsingar

 

Veitingastaðirnir Hannes Boy og Kaffi Rauðka eru vinsælir meðal íbúa og ferðalanga og eru í seilingarfjarlægð frá hótelinu. Er það ástæðan fyrir því að veitingastaðirnir ásamt hótelinu eru kallaðir hafnarþorpið.

 

 

Hannes Boy

Veitingastaðurinn Hannes Boy stendur á áberandi stað, í skærgula húsinu, við smábátahöfnina á Siglufirði. Hannes Boy er nefndur eftir látnum sjóara sem var í miklu uppáhaldi hjá mörgum bæjarbúum. Hann ataðist gjarnan í strákunum við höfnina og fékk þannig viðurnefnið Boy.Veitingastaðurinn býður upp á notalegt umhverfi með arineld og sjarmerandi innréttingum og er því gott val fyrir þá sem vilja njóta kvöldsins í góðra vina hópi eða fyrir pör sem vilja komast í rómantískt afdrep á norðurlandi.
 www.hannesboy.is


 

 

Kaffi Rauðka

Kaffi Rauðka er vinsæll staður meðal bæjarbúa og því heppilegur til heimsóknar viljir þú  kynnast lífinu á Sigló. Á sumrin myndast skemmtilegt andrúmsloft við Kaffi Rauðku og Hannes Boy þar sem fjöldi manns kemur saman til að njóta lífsins og samvistanna við hvert annað. Á matseðli Kaffi Rauðku má finna allt frá kökum og samlokum til plokkfisks og BBQ rifja og er staðurinn því heppilegur fyrir fjölskyldufólk sem vill hafa fjölbreytt úrval á matseðlinum í heimsókn sinni til Siglufjarðar.
 www.kaffiraudka.is