Sigló hótel > Afþreying > Söfn og Gallerý

Söfn og Gallerý

Gallerý Abbý
Hjá Abbý eru sérlega skemmtilegir og mjög fjölbreyttir munir en listamaðurinn hefur lagt stund á marga listina gegnum tíðina. Gallerí Abbý er staðsett að Aðalgötu 13, Siglufirði. 
Sjálfsbjörg
Í Sjálfsbjörgu kennir ýmissa grasa og er þar unnið með gler, leir, postulín og fleira. Fjöldi listamanna kemur þar saman og nýtur góðra stunda við iðju sína. Sjálfsbjörg er staðsett að Lækjargötu 2, Siglufirði.
Alþýðuhúsið
Alla Sigga er landsþekkt fyrir skemmtilega lifandi trélistaverk sín sem prýða meðal annars Icelandair hótelin. Vinnustofa Öllu Siggu er staðsett í gamla Alþýðuhúsinu. Alþýðuhúsið er staðsett að Þormóðsgötu 13, Siglufirði.
Síldarminjasafnið
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í þremur ólíkum húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur þar sem hafnarstemningin frá því um 1950 er endursköpuð. ...
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
Þjóðlagasetrið er lifandi og skemmtilegt safn með íslenskum þjóðlögum þar sem gestir geta skoðað muni og myndbönd með kveðskap, söng og hljóðfæraleik. Þjóðlagasetrið er staðsett að Norðurgötu 1, Siglufirði.
Ljóðasetur Íslands
Ljóðasetur Íslands á sér enga hliðstæðu á landinu og býður gestum færi á að glugga í ljóðabækur og upplifa lifandi viðburði.  Ljóðasetur Íslands er staðsett að Túngötu 5, Siglufirði.