Sigló hótel > Tilboð > Gönguskíðaferð á Tröllaskaga

Tilboð

Gönguskíðaferð á Tröllaskaga
Gönguskíðaferð á Tröllaskaga

25. – 28. mars 

Fljótin, Lágheiðin, Ólafsfjörður, Siglufjörður og Héðinsfjörður 

 

 


Í samstarfi við Sigló Travel bjóðum við upp á þessa einstöku ferð þar sem ferðast verður  á gönguskíðum alls um 40 km í undurfagurri náttúru Tröllaskagai með leiðsögn. Skíðað verður yfir Lágheiðina frá Fljótum til Ólafsfjarðar einn daginn og  annan daginn verður gengið í nágrenni Siglufjarðar  í Héðinsfirði eða Fljótum, allt eftir aðstæðum og snjóalögum. Þriðji dagurinn er frjáls og þá er tilvalið skella sér á gönguskíði inni í Hólsdal, á skíðasvæðið í Skarðsdal eða  á Fjallaskíði.  Eins er tilvalið að nota frídaginn í slökun og njóta enn frekar þeirra einstöku gæða sem að Sigló Hótel hefur upp á að bjóða. 

Leiðangursstjórar eru þau Sóley Elíasdóttir skíðagöngugarpur einnig  þekkt sem Sóley í Sóley Organics og hjónin Björn Z. Ásgrímsson og Sóley Ólafsdóttir.  Björn er vanur leiðsögumaður sem þekkir svæðið einstaklega vel og skrifaði meðal annars bók FÍ um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum.  

Þessi ferð er fyrir fólk sem vill nota gönguskíðin sem ferðamáta til þess að nálgast og njóta  ótrúlegrar náttúrufegurðar í landslagi sem er annars illaðgengilegt yfir vetrartímann.  Þessi ferð hentar bæði fyrir utanbrautargönguskíði sem og brautargönguskíði.  Stefnt er að brautarlagningu með sleða yfir heiðina, eftir því sem aðstæður leyfa. Það er nauðsynlegt að fólk hafi nokkra reynslu af skíðagöngu eða hafi farið á skíðagöngunámskeið. 

Gist er á  Sigló Hóteli sem einstakt lúxus hótel staðsett við smábátahöfnina á Siglufirði. Herbergin eru himnesk, búin einstökum gæðum og sérstaklega hljóðhönnuð svo þú hvílist sem best. Á veitingastaðnum er dekrað við gesti með ljúffengum mat og drykk. Á Sigló Hóteli er einstakur vín- og kokteilbar og arinstofa með sjávarútsýni. Í gufunni og heita pottinum við fjöruborðið er unaðslegt að slaka á eftir góðan dag á skíðum.  Á hótelinu er góð yogaaðstaða og skíðageymsla.

Verð:

99.900 kr á mann
94.900 kr fyrir þá sem sótt hafa skíðagöngunámskeið áður á Sigló Hóteli. 

Innifalið:

 • Gisting í Classic tveggja manna herbergi í 3  nætur
 • Fararstjórn í tvo daga  – einn dagur er frjáls
 • Rúta frá Sigló Hóteli að Lágheiði í Fljótum og tilbaka frá Ólafsfirði
 • Fullt fæði á ferðadögum og morgunverður alla daga:
  -      3 x Morgunverður
  -      2 x Léttur hádegisverður  –  trússað á sleðum (grillað úti í náttúrunni ef veður leyfir)
  -      2 x Þriggja rétta “gourmet” kvöldverður á Sunnu
  -      1 x Apré Ski,   léttar veitingar og ljúfir tónar  í arinstofu
 • Sauna og heitur pottur við fjöruborðið - sjósund fyrir þá allra hressustu
 • Yoga/teygjur og leidd slökun í yogasal hótelsins með Sóleyju Elías í lok dagsferða

 

Skráning er á siglotravel@siglotravel.is – takmarkaður fjöldi. 

Staðfestingargjald greiðist við bókun kr 20.000 kr á mann og er óendurkræft að öllu leiti nema ferð falli niður. 

* Dagskrá og ferðatilhögun er sveigjanleg þessa þrjá  daga  og  aðlöguð út frá veðri og aðstæðum.