Sigló hótel > Tilboð > Skíðagöngunámskeið

Tilboð

Skíðagöngunámskeið
Skíðagöngunámskeið

 

Uppselt er á öll skíðagöngunámskeiðin 2020 og við höfum lokað fyrir skráningu á biðlista.   Við verðum aftur með námskeið í janúar-mars 2021 – endilega sendu okkur tölvupóst á siglohotel@siglohotel.is  og við verðum í sambandi í ágúst með nánari upplýsingar til skráningar.

Við getum enn tekið við sérbókunm fyrir minni hópa, 8-12 manns, utan námskeiðisdagsetninga hér að neðan.  Nánari upplýsingar í síma 461-7730 frá 8:00-20:00. 


NJÓTTU ÞÍN Á GÖNGUSKÍÐUM Í SKÍÐAPERLUM FJALLABYGGÐAR OG DEKRAÐU VIÐ ÞIG Á GLÆSILEGASTA SKÍÐAHÓTELI LANDSINS

Í samstarfi við skíðafélögin í Fjallabyggð bjóðum við upp á skíðagöngunámskeið undir leiðsögn valinkunnra skíðagöngumeistara frá Ólafsfirði og Siglufirði. Uppselt var á öll námskeiðin hjá okkur 2019. Tryggðu þér pláss með því að senda póst á siglohotel@siglohotel.is eða í síma 461-7730. Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið.

 1. Námskeið – getuskipt 17.-19. janúar. 
 2. Námskeið – getuskipt 24.-26. janúar. 
 3. Námskeið – getuskipt 31. janúar-2. Febrúar.  
 4. Námskeið – getuskipt 14.-16. febrúar. 
 5. Námskeið – getuskipt 21.-23. febrúar.  
 6. Námskeið – getuskipt 6.-8. mars. 
 7. Námskeið – getuskipt 20.-22. mars. 

 

Námskeiðin hjá okkur eru getuskipt og henta því bæði byrjendum sem og lengra komnum.

Sigló Hótel er einstakt glæsihótel staðsett við smábátahöfnina á Siglufirði. Herbergin eru himnesk með dásamlegu útsýni og sérstaklega hljóðeinangruð svo þú hvílist sem best. Á veitingastaðnum er dekrað við gesti með ljúffengum mat og drykk. Á Sigló Hóteli er einstakur vín- og kokteilbar og arinstofa með sjávarútsýni. Í gufunni og heita pottinum við fjöruborðið er unaðslegt að slaka á eftir góðan dag á gönguskíðum.  Á hótelinu er einnig vel búinn kennslusalur, yogaaðstaða og hituð skó- og skíðageymsla.  Fjallabyggð er sérlega hentugt svæði til gönguskíðakennslu, þægilegar brautir fyrir byrjendur og einnig meira krefjandi leiðir fyrir þá sem eru lengra komnir og vilja bæta tæknina enn frekar.   

Verð:

69.900 kr á mann í tveggja manna herbergi
79.900 kr á mann í einstaklingsherbergi

Aukanótt 9.900 kr á mann

Innihald pakka:

Gisting í Classic herbergi

Gönguskíðanámskeið frá föstudegi-sunnudags

 • Æfingar á Ólafsfirði og Siglufirði
 • Kennsla í umhirðu búnaðar

Fullt fæði

 • 2 x Morgunverður
 • 2 x Hádegisverður
 • 2 x Þriggja rétta veislukvöldverður
 • 2 x Heitur drykkur og kruðerí á æfingu
 • 1 x Apré Ski – léttar veitingar í arinstofu

Sauna og heitur pottur við fjöruborðið (sjósund fyrir þá allra hressustu 😊)

Yoga/teygjur og leidd slökun með kennara.

ATH: Staðfestingargjald greiðist við bókun kr 20.000 kr og er óendurkræft að öll leiti.  Ef að forföll verða af óviðráðanlegum ástæðum þá má nýta staðfestingargjaldið sem inneign á annað námskeið síðar eða í gistingu hótelinu í allt að 12 mánuði.