Sigló hótel > Tilboð > Skíðagöngunámskeið

Tilboð

Skíðagöngunámskeið
Skíðagöngunámskeið

 

NJÓTTU ÞÍN Á GÖNGUSKÍÐUM Í SKÍÐAPERLUM FJALLABYGGÐAR OG DEKRAÐU VIÐ ÞIG Á GLÆSILEGASTA SKÍÐAHÓTELI LANDSINS 

Í samstarfi við skíðafélögin í Fjallbyggð bjóðum við upp á helgarnámskeið undir leiðsögn valinkunnra skíðagöngumeistara frá Ólafsfirði og Siglufirði.  Námskeiðin eru getuskipt og henta því bæði byrjendum og lengra komnum.   

Uppselt var á öll námskeiðin hjá okkur 2019 en við höfum þegar hafið skráningu á lista fyrir námskeiðin 2020.  Tryggðu þér pláss með því að senda póst á siglohotel@siglohotel.is eða í síma 461-7730.  

Eftirfarandi dagsetningar eru í boði:

1. Námskeið    10.-12. janúar

2. Námskeið    17.-19. janúar

3. Námskeið    31. janúar-2.febrúar

4. Námskeið    14.-16. febrúar

5. Námskeið    21.-23. febrúar

6. Námskeið    6.-8. mars

Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið.

 

Sigló Hótel er einstakt lúxus hótel staðsett við smábátahöfnina á Siglufirði. Herbergin eru himnesk með dásamlegu útsýni til sjávar og til fjalla.  Á hótelveitingastaðnum Sunnu er dekrað við gesti með ljúffengum mat og í heita pottinum í sjávarvíkinni er unaðslegt að slaka á eftir góðan dag á skíðum.  Á Sigló Hóteli er líka einstakur vín- og kokteilbar, arinstofa með sjávarútsýni og fullbúinn jógasalur.

Fjallabyggð er sérlega hentugt svæði til gönguskíðakennslu, þægilegar brautir fyrir byrjendur og einnig meira krefjandi leiðir fyrir þá sem eru lengra komnir og vilja bæta tæknina enn frekar.    Á hótelinu er vel búinn kennslusalur og hituð skó- og skíðageymsla.

 

Verð:

69.900 kr á mann í tveggja manna herbergi*

79.900 kr á mann í einstaklingsherbergi

*Aukanótt 9.900 kr á mann  

 

Innihald pakka:

  • Gönguskíðakennsla og 4 æfingar frá föstudegi-sunnudags
  • Gisting á Sigló Hóteli í 2 nætur
  • Gufa og heitur pottur í sjávarvíkinni við hótelið (sjósund fyrir þá allra hressustu 😊)
  • Jóga/teygjur og slökun
  • 1 x Apré Ski hressing í arinstofunni
  • 2 x Morgunverðarhlaðborð
  • 2 x Þriggja rétta veislukvöldverður á Sunnu
  • 2 x Léttur hádegisverður á Hannes Boy