Akandi

Frá Reykjavík er um 4 klukkustunda og 30 mínútna akstur til Siglufjarðar. Ekið er þjóðveginn (1) norður en við Blönduós er beygt inná Skagastrandarveg (74) og þaðan ekið um Þverárfjall yfir á Sauðárkrók. Ekið er frá Sauðárkrók inná Siglufjarðarveg (76) og þaðan til norðurs. Við Blönduós er einnig hægt að velja að halda áfram þjóðveginn (1) að Varmahlíð en rétt eftir það er beygt inná Siglufjarðarveg (76).

Nánari upplýsingar má finna á www.ja.is

Akstursleiðbeiningar frá Akureyri má finna á www.ja.is

Aðstæður á vegum

Eins og ávalt er æskilegt að fylgjast með aðstæðum á vegum áður en lagt er af stað í ferðalag á Íslandi, sérstaklega þegar ekið er um að vetrarlagi. Allar upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar.

 

Með flugi

Flugfélag Ísland flýgur 7-14 sinnum á dag milli Reykjavíkur og Akureyrar og tekur flugið um 45 mínútur. Frá Akureyri er rétt innan við einnar klukkustundar akstur og heildarferðalagið því innan við tvær klukkustundir. 

Bókaðu flugið hjá Flugfélagi Íslands.

Þegar komið er til Akureyrar er hægt að komast áfram til Siglufjarðar með almenningssamgöngum eða akandi.

Almenningssamgöngur

Strætó númer 78 fer þrisvar á dag milli Akureyrar og Siglufjarðar en þó aðeins einusinni á sunnudögum. Einnig er hægt að ferðast með Strætó milli Reykjavíkur og Akureyrar. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Strætó.