Sigló hótel > Um Siglo hótel > Hafnarsvæðið

Hafnarsvæðið

Fjölbreytt flóra veitingastaða

Við smábátahöfnina á Siglufirði stendur Sigló Hótel ásamt þremur veitingastöðum okkar og skemmtilegu afþreyingarsvæði fyrir alla fjölskylduna.

Veitingastaðurinn Sunna er inn á hótelinu en þar geta gestir geta notið nýs sjónarhorns yfir smábátahöfnina. Lobbýbarinn býður upp á notalegt umhverfi bæði inni og úti þar sem gestir geta fengið sér drykki eða léttari veitingar á daginn. 

Hannes Boy stendur í skærgulu húsi við smábátahöfnina og býður upp á notalegt og fallegt umhverfi fyrir vini eða rómantíska kvöldstund fyrir pör. 

Kaffi Rauðka í rauða húsinu er vingjarnlegur og fjölskylduvænn staður sem býður upp á hversdagslegan kost með gott úrval á matseðli.

 

Lífleg smábátahöfn

Sérlega skemmtilegt andrúmsloft myndast við smábátahöfnina á Siglufirði á sumrin en þá safnast þar saman fjöldi ferðamanna og heimafólks. 

Tónlistamenn líta stundum við með hljóðfæri sín og bregða á léttan leik gestum og gangandi til skemmtunnar. Sumir skella sér jafnan í léttan síldarvals.

Smábátasjómenn landa afla sínum beint fyrir framan veitingastaðina og gestum og gangandi gefst færi á að fylgjast með úr sætum sínum meðan þeir njóta léttra veitinga í afslappandi umhverfinu.

 

 

Fjölskylduvænt umhverfi

Meðan foreldrar slaka á með kaffibolla getur yngri kynslóðin brugðið á leik í hinum ýmsu afþreyingamöguleikum sem í boði eru við smábátahöfnina.

Minigolf, strandblak, sandkassi og risatafl er meðal þeirrar ókeypis afþreyingar sem hægt er að njóta í augnsýn veitingastaðanna. Mamma og pabbi geta að sjálfsögðu tekið þátt.