Sigló hótel > Veitingar > Ráðstefnur og veislur

Ráðstefnur og veislur

Veislu-, ráðstefnu- og fundasalir

Sigló Hótel hefur uppá að bjóða vel búna veislu- og fundasali sem henta jafnt fyrir stóra sem smáa viðburði. Við lítum svo á að okkur sé ekkert mannlegt óviðkomandi og því bjóðum við uppá sali sem henta fyrir allt frá drauma brúðkaupinu að virðulegum barrokk-tónleikum, góðum rokktónleikum eða frá litlum fundum að fjölmennum ráðstefnum. Salirnir eru vel búnir tækjakosti og er þráðlaust internet í boði fyrir alla gesti.

Á hótelinu er veislu- og fundarsalur fyrir allt að 80 manns en í tveggja mínútna göngufjarlægð eru veitingahús okkar við höfnina með sali fyrir allt frá 10-150 manns.

 

Hannes Boy

 

Með sínum sérstaka arkitektúr og tunnuhúsgögnum gefur veitingasalurinn á Hannes Boy sterka vísun í gamla tíma á Siglufirði og hefur þannig sterkan og góðan karakter. Á veturna er salurinn afar heppilegur fyrir einkaveislur en með rísandi sól og sumaryl opnar veitingastaðurinn fyrir gesti og gangandi. Hannes Boy hefur byggt upp gott orðspor fyrir góðan mat og lipra þjónustu á undanförnum árum og er vinsæll meðal ferðamanna á norðurlandi. 

Fyrir frekari fyrirspurnir hafið samband í síma  461-7730 eða með því að senda tölvupóst

Kaffi Rauðka

Kaffi Raudkas conference and party hall
 
Sú er þetta skrifar hefur oft verið spurð hvort húsgögnin á Kaffi Rauðku séu leikmunir úr Hringadróttinssögu Tolkiens. Bara eitt stykki Hobbita-búslóð. En sannleikurinn er sá að hraustleg viðarhúsgögnin í Kaffi Rauðku kalla ekki allt ömmu sína enda byggð úr gömlum hestvögnum ættuðum frá Taílandi. Mikill karakter hússins og vingjarnlegt starfsfólk skapar lifandi andrúmsloft á staðnum sem opinn er allt árið um kring. Kaffi Rauðka er stærsti staður Sigló Hótels með þrjá aðskilda sali. Fremsti salurinn hýsir veitingastaðinn meðan hinir tveir henta afar vel fyrir fundi eða stærri viðburði líkt og tónleika.  Hægt er að koma fyrir allt að 150 manns í sæti á Kaffi Rauðku

Fyrir frekari fyrirspurnir hafið samband í síma  461-7730 eða með því að senda tölvupóst
 

Bláa húsið

 
Bláa húsið hefur að geyma rúmgóðan og bjartan sal sem hentar einstaklega vel fyrir listasýningar, viðburði og veislur. Salurinn hentar afar vel fyrir 60-70 manna fundi eða ráðstefnur og er búinn fjögurra metra breiðu risatjaldi.

Fyrir frekari fyrirspurnir hafið samband í síma  461-7730 eða með því að senda tölvupóst